Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2014 | 15:00

Tiger ekki lengur tekjuhæstur!

Tilkynnt var í gær að box súperstjarnan Floyd Mayweather, væri hæstlaunaði íþróttamaður heims og velti hann þar með Tiger Woods úr sessi.

Það var Forbes magazine sem tilkynnti um það í gær að Mayweather væri ríkasti íþróttamaðurinn með nettó laun upp á $105 milljónir.

Mayweather var síðast á toppi listans með  $85-milljóna tekjur árið  2012 og batt þar með endi á þráláta setu Tiger á listanum árin 2001-2011.

Allt er því á niðurleið hjá meiddum Tiger; hann er ekki lengur tekjuhæstur og ekki lengur nr. 1 á heimslistanum.

Mayweather og Tiger eru hins vegar þeir einu sem eru með meira en $100 milljónir í laun af íþróttamönnunum á Forbes listanum en því á Mayweather að þakka sigrum yfir Canelo Alvarez s.l. september og Marcos Maidana í s.l. mánuði og hann náði því með aðeins 72 mínútna vinnu.

„Ég fyllist auðmýkt og er virkilega heppinn að hljóta viðurkenningu Forbes sem hæst launaði íþróttamaðurinn enn á ný,“ sagði Mayweather. „Ég geri nokkuð sem enginn annar íþróttamaður gerir, ég auglýsi sjálfan mig og sé vinnu mína skila sér í metfjárhæðum.“

„Þetta snýst allt um mikla vinnu og skuldbindingu, sem er svo mikilvæg og lykilatriði í fjárhagslegum árangri mínum.“

Aðeins 3 konur eru á Forbes listanum: tennistríóið  Maria Sharapova – sem vann 5. Grand Slam sigurinn á Opna franska –  hún er í 34. sætinu með $24.4-milljóna tekjur; hin kínverska Li Na, sem vann Opna ástralska í janúar og 2. Grand Slam sigurinn er í 41. sæti með tekjur upp á $23.6-million og Serena Williams er í 55. sæti með tekjur upp á $22 milljónir.