Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2014 | 11:00

Adam Scott vill bæta árangur sinn á Opna bandaríska

Adam Scott vonast til ad bæta slakan árangur sinn á Opna bandaríska risamótinu nú í ár í Pinehurst, en mótið hefst likt og heimsmeistarakeppnin í fótbolta í dag!

Frábær dagur þetta!!!

Fyrrum Masters meistarinn tekur reglulega þátt orðið  í öllum 4 risamótunum en Opna bandaríska hefir alltaf verið akkílesarhællinn hans, en hann hefir í 6 af 12 skiptum ekki komist í gegnum niðurskurð og besti árangur hans er T-15 árið 2012.

En nú er Scott á toppi heimslistans eftir sigur á Crowne Plaza Invitational og eftir að hafa orðið í 4. sæti á the Memorial.

Hinn 33 ára Scott viðurkennir að, að hans mati hafi honum ekki gengið nógu vel á Opna bandaríska og hann hafi reyndar ekkert komist að því hvað sé að  hjá sér.

“Mér hefir ekkert gengið of vel á Opna bandaríska. Það er erfitt ad benda á hvað er að,“ sagði Scott á  blaðamannafundi fyrir mótið.

“Ég hef áður sagt að skv. mínum eigin væntingum hafi ég spilað  býsna meðalmannslega á risamótum, en hef reynt ad bæta það undanfarin ár og gengið vel. En kannski það hafi ekki gengið  nógu vel á  Opna bandaríska.“

“Hvað sem öðru líður fannst mér ég spila vel á  Olympic, ég spilaði vel síðustu 60 holur eða svo eftir slæma byrjun á fimmtudeginum. Kannski er það tilviljun að ég hef ekki sýnt mínar bestu hliðar á  Opnu bandarísku, en mér finnst svo sannarlega miðað við hvar leikur minn er staddur nú og hefir verið  á síðustu ár að þá  eigi ég að geta keppt þar.“

Scott er á veiðum eftir 2. risatitli sinum á Pinehurst og vonast til ad sér hafi tekist að þróa leik sinn þannig að hann geti spilað á hvaða velli sem er og vonast til ad sanna það þessa vikuna.“

“Ég er að reyna að byggja leik minn upp þannig að ég geti spilað hvar sem er og þetta er góð vika fyrir mig að sanna það með því að vera meðal þeirra efstu.  Ég hugsa að þessi völlur henti mér vel.“

Hvað breytingarnar á Pinehurst snerti sagði Scott:

“Mer finnst breytingarnar sem hafa verið gerðar á  vellinum gera frábæran völl en betri og hann verdur krefjandi þessa vikuna“

“Nokkrir hlutar hans minna mig á velli heima (í Ástralíu). Hornin á  brautunum eru ber og það er fínt vegna þess ad þá  eru brautirnar breiðari. Hlutföllin eru í lagi.“

“Auðu svæðin og sumt af grænu svæðunum í kring eru svipuð og sandbelta golfið í Ástralíu. En þetta minnir mig líka á aðra hluta heimsins. Fólk minnist oft á Pine Valley og Sunningdale þannig að þetta er ágætis blanda.“

Scott hefur leik kl. 13:25 ad staðartima í Norður-Karólinu og með honum í ráshóp eru  Bubba Watson og  Charl Schwartzel.