Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2014 | 14:00

Bubba hristir af sér gagnrýni 2 golfgoðsagna

Bubba Watson hristir af sér gagnrýni 2 golfgoðsagna nú þegar hann reynir að bæta US Open titli við Masters sigra sína tvo.

Í fjarveru meidds Tiger Woods,  þá  er hinn 35  ára Flóridabúi, Bubba Watson, meðal  þeirra sem sigurstranglegastir  þykja að sigra á  2. risamóti  ársins í Pinehurst.

En Jack Nicklaus talar Watson niður, sbr. “þegar hann stendur yfir golfbolta hef ég ekki hugymynd um hvað hann er að gera  —  ég hef aldrei séð annað eins.  Hann slær aldrei beint. Hann þarf alltaf að vera að forma höggin. Bubba spilar golf sem ég kannast bara ekki við.“

Tom Watson hefir svipað að segja um Bubba nafna sinn. Hann hefir m.a. látið hafa eftir sér: “Pabbi sagði mér alltaf að varast náungann sem kemur fyrstur  á  teig, er med hræðilegt grip og hræðilega golfsveiflu.  Bubba er þesslags náungi.“

En  þetta virðist ekki fá á  Bubba sbr.: “Djókið er að þetta er Bubba golf.  Ég skemmti mér.  Ég fíflast. Ég vil bara vera ég sjálfur og spila golf.“