B-sveit Íslands í Portúgal. Mynd: Eggert Eggertsson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2014 | 08:30

LEK: B-sveitin lauk keppni í 5. sæti á EM!!!

Evrópumóti eldri kylfinga lauk í gær í Portúgal.

B-karlasveiti LEK lék á Pestana Gramacho golfvellinum ásamt sveitum 20 annarra þjóða.

Í liðakeppninni varð B-sveitin í 5. sæti; lék á samtals 901 höggi en sveit heimamanna frá Portúgal sigruðu á 863 höggum.

B-sveitin stóð sig með sóma og er árangurinn sérlega glæsilegur þegar litið er til þess að þjóðir á borð við Breta voru fyrir neðan íslensku sveitina.

Sjá má úrslitin í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:

Í einstaklingskeppninni stóð Ragnar Gíslason sig best allra, var með topp-10 árangur, en hann lauk keppni í 10. sæti.  Hér má sjá úrslitin í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR:  en árangur einstaklinga í íslensku B-sveitinni var að öðru leyti eftirfarandi:

10. sæti  Ragnar Gíslason 222 högg (77 68 77)
15. sæti  Sigurður Aðalsteinsson 223 högg (73 76 74)
34. sæti Tómas Jónsson 227 högg (71 80 76)
82. sæti Jóhann Peter Andersen 239 högg (87 74 78)
96. sæti Þórhallur Sigurðsson (Laddi) 243 högg (80 81 82)
116. sæti Hafþór Kristjánsson 251 högg (90 77 84)