Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Lundberg með nauma forystu e. 2. dag Lyoness Open

Svíinn Mikael Lundberg er með nauma forystu á Lyoness Open, móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, en mótið fer fram í Atzenbrügg í Austurríki.

Sjá kynningu Golf 1 á Lundberg með því að SMELLA HÉR:

Lundberg er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (67 68).  Aðeins 1 höggi á eftir er Englendingurinn Lee Slatery á samtals 8 undir pari.  Sjá má kynningu Golf 1 á Slattery með því að SMELLA HÉR: 

Miguel Angel Jimenez gekk ekki vel á 2. hring mótsins fékk m.a. 3 tvöfalda skolla og er í 40. sæti á samtals 145 höggum (70 75).

Til þess að fylgjast með stöðunni á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: