Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2014 | 08:00

15 golfmót á Íslandi í dag! – 1041 kylfingur skráður til keppni!

Það eru hvorki fleiri né færri en 15 golfmót sem fram fara á landinu í dag. Tveimur mótum sem auglýst höfðu verið hjá GKS og GÓ þ.e. í Fjallabyggð var aflýst.

Það eru alls 1041 kylfingar skráðir til keppni í golfmót á Íslandi í dag – Það eru því meira en 1000 manns sem munu keppa í golfi í góðviðrinu í dag og eflaust enn fleiri sem munu spila golf sér til skemmtunar og ánægju!

Mótin og fjöldi keppanda eru eftirfarandi:

1) Íslandsbankamótaröðin hjá GKJ) – Þar eru keppendur 144

2) Áskorendamótaröð Íslandsbanka hjá GG í Grindavík – Þar eru keppendur 43

3) Opna Icelandair Golfers hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði- Þar eru keppendur 127

4) Titleist og FJ Open hjá GBR  á Kjalarnesi – Þar eru keppendur 73

5) Texas Scramble hjá NK – þar eru 26 lið sem keppa eða 52 kylfingar

6) Texas Scramble hjá GVS – 34 lið skráð eða alls 68 kylfingar.

7) Opna Veggsportsmótið hjá GD – Golfklúbbnum Dalbúa – Þar eru keppendur 24

8)Icelandair Golfers Open hjá GHG í Hveragerði – Þar eru keppendur 72

9) Frúmúraramót (lokað mót) hjá GHR – Þar eru keppendur 101

10) Opna Fjöruborðið hjá GOS – Þar eru keppendur 66

11) Soho Market golfmót hjá GÚ í Úthlíð – þar eru keppendur 66

12) GV Open í Vestmannaeyjum – þar eru keppendur 35

13) Mótaröð kvenna á Hellishólum, hjá GÞH – þar eru keppendur 7

14)  Opna Mapei Húsasmiðjan hjá GÖ – Þar eru keppendur 127

15) Hvítasunnumót Hótel Hallormsstaðar og Salt hjá GFH – Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum – Keppendur 36