Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 12:00

Caroline kaupir sér glæsihýsi

Það jafnast ekki á við að eyða óheyrilegum fjárhæðum (hafi maður á annað borð efni á því) til þess að komast yfir sambandsslit.

Það er einmitt það sem tennisdrottningin danska, Caroline Wozniacki, hefir gert eftir að slitnaði upp úr trúlofun hennar og nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy.

Golf 1 greindi frá því að hún hefði farið til Miami og skemmt sér þar með vinkonu sinni Serenu Williams og körfuboltasnillingum Miami Heat eftir að báðar duttu fremur fljótt úr Opna franska tennismótinu.  Sjá grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

En tilgangur ferðarinnar til Miami var líka viðskiptalegs eðlis því nú þegar þau Rory eru skilin að skiptum þarf Caroline nýtt hús, en hún gekk frá kaupum á nýju glæsihýsi í ferðinni til Flórída.

Hún keypti sér fallegt hús á €1.24m.  Fyrir á Caroline íbúð í Monaco.

Í þessu  1,847 ferfeta (u.þ.b. 615 fermetra) glæsihýsi Caroline í Flórída eru m.a. 3 svefnherbergi, 3 baðherbergi og með í kaupunum fylgdi frábært útsýni á sjóinn, en húsinu hefir verið lýst sem hinu fullkomnu piparjúnkuheimili! (ens. perfect bachelorette pad).

Nýja glæsihýsi Caroline fölnar hins vegar í samanburði við heimili Rory sem býr 150 km norður af Caroline í Jupiter, en hús Rory kostaði á sínum tím € 8 milljónir og er m.a. með 6 svefnherbergi, sundlaug, líkamsræktarsal, sérstöku snókerherbergi, glæsiútigrilli o.fl.  (Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: