Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Lyoness Open hafið

Í morgun hófst Lyoness Open powered by Greenfinity mótið í Diamond golfklúbbnum í Atzenbrügg, Austurríki.

Mótið stendur 5.-8. júní 2014.

Meðal keppenda er  spænska sjarmatröllið Miguel Angel Jiménez, Hollendingurinn Joost Luiten og fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal.

Flest stóru nöfnin vantar annars í mótið þar sem flestir eru í Bandaríkjunum að undirbúa sig undir Opna bandaríska, sem hefst á Pinehurst no. 2 i Charlotte, Norður-Karólínu í næstu viku.

Fylgjast má með gengi keppenda á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR: