Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 15:00

GKJ: Katrín Dögg fékk ás!

Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ,  gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 1. holu Hlíðavallar í gær, 3. júní 2014.

Þetta er í annað sinn sem Katrín nær draumahögginu og er hún því nú þegar félagi í Einherjaklúbbnum.

En engu að síður frábært að ná því að fara holu í höggi aftur, alltaf gaman og sumir sem ná þessu afreki aldrei!!!

Golf 1 óskar Katrínu Dögg innilega til hamingju með ásinn!!!