Jordan Spieth
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 05:00

Spieth endurtekur leikinn frá John Deere 2013 – Vippar beint ofan í – Myndskeið!

Jordan Spieth fór aftur á vettvang fyrsta sigur síns á PGA Tour í fyrra, þ.e. TPC Deere Run golfvöllinn í  Illinois og gerði svolítið ótrúlegt þar!

Þetta var blaðamannafundur sem tekinn var út á völl en John Deere mótið hefst einmitt á morgun og er mót vikunnar á PGA Tour….

og Jordan Spieth á titil að verja.

Spieth var meira í gríni en alvöru beðinn um að endurtaka höggið upp úr sandglompu sem hann sló beint ofan í holu í fyrra og varð til þess að hann komst í 3 manna bráðabana, sem hann vann síðan.

Spieth varð við beiðninni og viti menn endurtók höggið sem fór beint ofan í holu aftur …. og það að sögn í fyrstu tilraun!!!

 Til þess að sjá myndskeið af Jordan Spieth endurtaka leikinn frá frá því í fyrra 2013 SMELLIÐ HÉR: