22 ára áhugamaður skrifaði undir rangt skorkort og verður ekki með í US Open!!! – Myndskeið
Landon Michelson, 22 ára áhugamaður tók þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið í Flórída s.l. mánudag …. og var heppinn. Hann átti fyrst ekki að fá að taka þátt í úrtökumótinu en Freddie Jacobson dró sig úr mótinu og viti menn Michelson komst inn.
Hann átti síðan tvo hringi upp á 1 undir pari, 71 högg sem var frábært þar sem golfvöllur Quail Valley Golf Club á Vero Beach (sjá með því að SMELLA HÉR:) spilaðist erfiðar en venjulega vegna verulegs hvassviðris og því erfitt að keppa við þetta glæsiskor vegna aðstæðna.
Michelson játaði í viðtali við Will Gray á Golf Channel að einbeitingin hefði ekki verið upp á það besta þegar hann skrifaði undir skorkort þar ssem sagði að 2. hringur hans hefði spilast upp á 70 högg í stað 71, en kylfuberi hans var spenntur að fylgjast með síðasta keppandanum sem gæti ógnað stöðu Michelson um að komast í risamótið!
Það næsta sem gerðist var það hræðilega. Vegna þess að Michelson skrifaði undir rangt skorkort (en spilafélagi hans hafði skrifað par í stað skolla á 11. braut) þá tók hann þá ákvörðun sem allir heiðarlegir kylfingar gera, enda er golfið heiðursmannaíþrótt.
Hann fór og viðurkenndi brot sitt, vitandi að í þetta sinn yrði ekki aðeins um víti og frávísun að ræða heldur þýddi þetta jafnframt að hann myndi verða af draumi sínum um að spila í risamóti.
Hinn valkosturinn sagði hann hefði aldrei komið til greina en það var að þegja og vita það, það sem eftir væri að hann hefði svindlað í leiknum, sem hann elskar.
„Ég er nr. 1000 á áhugamanna heimsistanum,“ sagði Michelson í viðtali við Golf Channel „Að spila í Opna bandaríska hefði haft svo mikla þýðingu fyrir mig. Að fá fatnaðarstyrktaraðila, styrktaraðila í klúbbnum …. allt myndi hafa verið svo miklu léttara.“
Það er auðvelt að halla sér aftur í sófanum og segja: „Auðvitað varð strákurinn að viðurkenna mistök sín, því það eru aðeins reglurnar sem við getum haldið okkur við,“ en hugsið bara 1 mínútu um hvað hann fer á mis við.
Michelson sagði að hann væri „golfing nobody“. Hann er ekki atvinnumaður sem fer aftur heim til sín í glæsihýsið til konunnar sinnar og bílanna vitandi að hann taki í þetta sinn ekki þátt í 2. risamóti ársins vegna reglubrots. Hann er ekki háskólakrakki sem hefir þjálfarann til þess að hugga sig.
Hann er 22 ára áhugamaður sem hafði tækifæri lífs síns og vegna mistaka við undirritun skorkortsins fær hann ekki að vera með á Pinehurst nr. 2 að slá bolta með Rory McIlroy og Phil Mickelson og fá kannski að spila æfingahring með Jason Day eða Jordan Spieth.
Hann fer á mis við risastórt mót á ferilsskránni. Landon Michelson segist hafa spilað í míni mótaröðunum og segist hafa reynt að finna ríka aðila til að styrkja sig en það væri ekki auðvelt, en það væri svo miklu auðveldara ef hægt væri að benda á að hann væri eða hefði verið með á Opna bandaríska 2014.
Nú er hann bara í sporum okkar hinna; hann ætlar að horfa á Opna bandaríska í sjónvarpinu, en ólíkt okkur með nagandi vissu um að hann hefði sjálfur getað verið að spila í risamótinu!
Vonandi nær Michelson sér af þessu og verður heppnari (og athugulli) næst!!!
Sjá má viðtalið við Michelson með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
