Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 10:00

Bradley með „stuttan“ pútter á Memorial

Kylfingurinn Keegan Bradley hefir sætt gagnrýni fyrir að nota magapútter (ens. belly-putter), en hann var sá fyrsti til að sigra í risamóti með slíkum pútter.

Frá og með 2016 verða slíkir pútterar bannaðir og því ekki seinna að vænna en að byrja að æfa sig með hefðbundinn „stuttan“ pútter.   Það gerði Bradley einmitt í Memorial mótinu s.l. helgi, en þar varð hann T-37, þ.e. deildi 37. sætinu með skor upp á samtals 3 undir pari, 285 högg (67 75 70 73).

Er stutta pútternum um að kenna?

Getur Bradley nokkuð án púttersins langa, sem mörgum öfundsmanni hans finnst að hafi veitt honum ólögmætt forskot umfram keppinauta sína?

Golf Digest bar saman tölfræði um pútt Bradley það  sem af er 2013-2014 keppnistímabilsins (þegar Bradley notaði langan pútter) og nú  s.l. helgi þegar hann notar „stuttan pútter“ sbr.:

Með löngum pútter það sem af er keppnistímabilinu er Bradley að meðaltali í 44. sæti á lista yfir bestu púttera PGA mótaraðarinnar:

Púttað af 3 feta (0,9 metra)  færi  409 tilraunir – setti niður 406 sinnum  eða í 99.27% tilvika   Sæti á PGA Tour: T-107
Púttað af 4 feta(1,2 metra)  færi    74 tilraunir – setti niður 71 sinnum eða í 95.95%  tilvika   Sæti á PGA Tour: T-14
Púttað af 5 feta (1,5 metra) færi   48 tilraunir – setti niður 47 sinnum  eða í 77.08% tilvika Sæti á PGA Tour: T-142
Púttað af 6 feta (1,8 metra) færi  24 tilraunir – setti niður  18 sinnum eða í 75.00% tilvika  Sæti á PGA Tour T-44
Púttað af 7 feta (2,1 metra) færi  43 tilraunir – setti niður  31 sinnum eða í 72.09% tilvika  15. sæti á PGA Tour
Púttað af 8 feta (2,4 metra) færi 19 tilraunir – setti niður  6 sinnum eða í  31.48%  tilvika  187. sæti á PGA Tour
Púttað af 9 feta (2,7 metra) færi  21 tilraunir – setti niður  7 sinnum eða í 33.33%  tilvika  Sæti á PGA Tour  T-178
Púttað af 10 feta (3 metra)  færi 28 tilraunir – setti niður  11 sinnum eða í 39.29%   tilvika  93. sæti á PGA Tour
Púttað af 4-8 feta (1.2-2.4 metra) færi  134 tilraunir – setti niður  92 sinnum eða í 68.66%   tilvika  70. sæti á PGA Tour

Púttað innan 10 feta (3 metra) færis – 666 tilraunir – setti niður 587 sinnum eða í 88,14% tilvika   Sæti á PGA Tour T-38
Púttað af 10-15 feta (3-4,5 metra) færis – 114  tilraunir – setti niður 38 sinnum eða í 33.33% tilvika  Sæti á PGA Tour T-37
Púttað af 15-20 feta (4,5-6 metra) færis – 69  tilraunir – setti niður 13 sinnum eða í 18.84%  tilvika  78. sæti á PGA Tour
Púttað af 15-20 feta (6-7,5 metra) færis – 49  tilraunir – setti niður 8 sinnum eða í 16.33%  tilvika Sæti á PGA Tour T-25
Púttað af – > 25 feta (meira en 7,5 metra) færi – 145 tilraunir – setti niður 7 sinnum eða í 4.55% tilvika.  Sæti á PGA Tour T-129

 

Hér er má sjá sambærilega tölfræð yfir pútt Bradley á The Memorial með stuttum pútter:

Púttað af 3 feta (0,9 metra)  færi  46 tilraunir – setti niður 46 sinnum  eða í 100% tilvika   Sæti á PGA Tour: T-1
Púttað af 4 feta(1,2 metra)  færi    6 tilraunir – setti niður 5 sinnum eða í 83.33%  tilvika   Sæti á PGA Tour: T-71
Púttað af 5 feta (1,5 metra) færi   4 tilraunir – setti niður 4 sinnum  eða í 100% tilvika Sæti á PGA Tour: T-1
Púttað af 6 feta (1,8 metra) færi  7 tilraunir – setti niður  4 sinnum eða í 57.14% tilvika  Sæti á PGA Tour T-57
Púttað af 7 feta (2,1 metra) færi  4 tilraunir – setti niður  2 sinnum eða í 50 % tilvika  Sæti á PGA Tour T-45
Púttað af 8 feta (2,4 metra) færi 3 tilraunir – setti niður  3 sinnum eða í  100%  tilvika  Sæti á PGA Tour  T-1
Púttað af 9 feta (2,7 metra) færi  4 tilraunir – setti niður  1 sinnum eða í 25.00%   tilvika  Sæti á PGA Tour  T-51
Púttað af 10 feta (3 metra)  færi 2 tilraunir – setti niður  1 sinnum eða í 50 %   tilvika  Sæti á PGA Tour  T-16
Púttað af 4-8 feta (1.2-2.4 metra) færi  18 tilraunir – setti niður  13 sinnum eða í 72.22%   tilvika  Sæti á PGA Tour  T-28

Púttað innan 10 feta (3 metra) færis – 76 tilraunir – setti niður 66 sinnum eða í 86.84%  tilvika   Sæti á PGA Tour T-41
Púttað af 10-15 feta (3-4,5 metra) færis – 14  tilraunir – setti niður 4 sinnum eða í  28.57%  tilvika  Sæti á PGA Tour  T-38
Púttað af 15-20 feta (4,5-6 metra) færis – 7  tilraunir – setti niður 1 sinnum eða í 14.29%  tilvika  Sæti á PGA Tour T-42
Púttað af 15-20 feta (6-7,5 metra) færis – 7 tilraunir – setti niður 1 sinnum eða í 14.29 %  tilvika Sæti á PGA Tour T-35
Púttað af – > 25 feta (meira en 7,5 metra) færi – 16 tilraunir – setti niður 0 sinnum eða í 0.00% tilvika.  Sæti á PGA Tour T-46

 

Meðal helstu niðurstaðna Golf Digest er að pútt hans í kringum 2 metra (þ.e. 1.8 og 2.1 metra = 6-7 feta) hafi versnað.  Þannig setur hann niður í 75 og 72% tilvika framan af keppnistímabilinu en í Memorial mótinu með „stutta“ pútternum setur hann aðeins niður í 57% og 50% tilvika.

Golf Digest segir hins vegar að meiri reynsla verði auðvitað að koma á pútt Bradley með stuttum pútter – þetta sé ekki alveg marktækt vegna þess að fjöldi tilvikanna með stutta pútternum eru svo miklu færri en með hinum lengri.

Reyndar er statistíkin líka „stutta“ pútter Bradley í hag af 3 feta (0.9 metra); 5 feta (1,5 metra) og 8 feta (2,4 metra) færi en þar setur hann niður í 100% tilvika.

Að sama skapi er hún verst með stutta pútternum af meira en 7,5 metra færi en þar setur hann ekkert niður af 16 tilraunum, en nær að setja niður í 4,55% tilvika með langa pútternum.

Reyndar klikkir Golf Digest út með að Bradley verði að æfa púttin á 6-10 fetum þ.e. 1.8-3 metra púttin (að undnaskildum 8 feta púttunum, þ.e. 2.4 metra púttunum þar sem Bradley setur niður í 100% tilvika).

Heilt yfir virðist Bradley ekkert ganga verr með stutta pútternum miðað við hversu lítil reynsla er komin á notkun stutts pútters í keppnum hjá honum!