Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 07:00

GÍ: Tungudalsvöllur opnaður s.l. föstudag

Golfvertíðn er hafin hjá Golfklúbbi Ísafjarðar en golfvöllurinn var formlega opnaður s.l. föstudag, 30. maí 2014.

Völlurinn er mun betri en menn þorðu að vona eftir snjóþungan vetur og mikinn klaka á flötum.

Undanfarna daga hefur fjöldi félaga unnið á vellinum til að undirbúa hann fyrir sumarið.

Barna- og unglingaæfingar hefjast 11. júni og sama kvöld hefst ókeypis golfnámskeið fyrir fullorðna.