Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 07:00

LPGA: Stacy Lewis sigrar á Shoprite Classic

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis, sigraði á Shoprite Classic mótinu nú um helgina.

Sigur Lewis var sannfærandi en hún átti 6 högg á næsta keppanda spilaði samtals á 16 undir pari, 197 höggum (67 63 67).

Í 2. sæti varð Christina Kim eins og segir 6 höggum á eftir Lewis á samtals 10 undir pari, 203 höggum (64 67 72).

Fjórar deildu síðan 3. sætinu: Gerina Piller, Haeji Kang, Anna Nordqvist og Jennifer Johnson, sem leiddi eftir 1. dag.  Allar léku þær á 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: