Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 21:30

Evróputúrinn: Jaidee sigurvegari í Malmö eftir 3 manna bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem sigraði á Nordea Masters mótinu, sem fram fór á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð.

Jaidee lék á samtals 16 undir pari, líkt og Skotinn Stephen Gallacher og Frakkinn Victor Dubuisson.

Það kom því til bráðabana milli þeirra og þurfti aðeins að leika par-5 18. holu National golfvallarins einu sinni en Jaidee sigraði með fugli meðan Gallacher og Dubuisson fengu báðir par.

Hollendingurinn Robert-Jan Derksen varð í 4. sæti á samtals 15 undir pari og sá sem leiddi fyrir lokahringinn, heimamaðurinn Henrik Stenson varð í 5. sæti á samtals 14 undir pari.

Þrír deildu 6. sætinu á samtals 13 undir pari hver: sá sem leiddi alla mótsdagana Englendingurinn Eddie Pepperell, Svíinn Robert Karlsson og Spánverjinn Alvaro Quiros.

Til þess að sjá lokastöðuna á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: