Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Mark Anderson (18/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 8. sæti, en það er  Mark Anderson

Anderson lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 45. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert.

Mark Anderson fæddist 14. febrúar 1986 í Anapolis, Maryland og er því 28 ára. Anderson gerðist atvinnumaður í golfi árið 2009 og komst á Web.com Tour árið 2010. Á nýliðaári sínu á túrnum var hann með þrjá topp-10 árangra.  Árið  2011 varð hann 4 sinnum meðal efstu 10 og varð í 2. sæti á Miccosukee Championship og í 22. sæti á peningalistanum, en það dugði til þess að hann fékk kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2012.

Á PGA Tour árið 2012 tókst Anderson ekki að verða meðal efstu 200 á  FedEx Cup standings. Hann náði að komast i gegnum niðurskurð í 13 af þeim 25 ´mótum sem hann tók þátt í en varð aðeins 1 sinni meðal efstu 10; þ.e. varð T-9 í lokamóti ársins. Hann varð nr. 155 á peningalistanum og missti kortið sitt á PGA Tour.

Anderson spilaði aftur á Web.com Tour 2013 keppnistímabilið og vann fyrsta mót sitt á túrnum þ.e.  BMW Charity Pro-Am. Hann átti 5 högg á næsta keppanda og var á nýju metskori í mótinu þ.e. samtals á 27 undir pari. Þetta var 60. mót hans á Web.com  Hann varð eins og segir í 8. sæti á peningalista Web.com árið 2013 og hlaut því að nýju kortið sitt á PGA Tour 2014.