Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Stenson og Pepperell efstir á Nordea Masters – Hápunktar 3. dags

Henrik Stenson og Eddie Pepperell eru efstir og jafnir á Nordea Masters í Malmö, Svíþjóð.

Báðir hafa þeir leikið á samtals 13 undir pari, 203 höggum; Stenson (69 70 64) og Pepperell (66 72 65).

„Áhorfendur hafa verið frábærir“ sagði Stenson m.a. eftir hringinn en hann er jú á heimavelli í Svíþjóð.  „Ég hef ekki spilað á heimavelli í nokkurn tíma og vegna þess árangurs sem ég hef náð þá fann ég virkilega fyrir stuðningi þeirra.  Ég ætla að skemmta mér á morgun og reyna að vera ofarlega; reyndar reyna að vinna mótið fyrir þá!“

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: