Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 17:39

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind brillíant á Hellu!

Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur heldur forystu í kvennaflokki eftir tvo hringi á Egils Gull mótinu sem fram fer á Strandarvelli Hellu.  Berglind lék í dag á 73 höggum eða á þremur höggum yfir pari, hún er samtals á 142 höggum, 2 högg yfir pari.

Önnur er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 148 höggum, 8 högg yfir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er í 2. sæti – 6 höggum á eftir forystukonunni Berglindi Björnsdóttur, GR . Mynd: GSÍ

Í þriðja sæti er Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili á 152 höggum, eða 12 högg yfir pari.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK er í 3. sæti fyrir lokahringinn á Hellu. Mynd: GSÍ

Anna Sólveig Snorradóttir, GK er í 3. sæti fyrir lokahringinn á Hellu. Mynd: GSÍ

Niðurskurður verður eftir hringinn í dag og  komast áfram 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki. Ef keppendur eru jafnir í 63. sæti í karlaflokki eða 21. sæti í kvennaflokki þá skulu þeir báðir/allir halda áfram.

Staðan eftir 2. dag Egils Gulls mótsins: 

1. sæti. Berglind Björnsdóttir              GR,        69/73 = 142 +2

2. sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir     GK         74/74 = 148 +8

3. sæti. Anna Sólveig Snorradóttir      GK         75/77 = 152 +12

Heildarstaðan eftir 2. dag Egils Gulls mótsins: 

1 Berglind Björnsdóttir GR 1 F 36 37 73 3 69 73 142 2
2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 1 F 40 34 74 4 74 74 148 8
3 Anna Sólveig Snorradóttir GK 2 F 37 40 77 7 75 77 152 12
4 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 6 F 42 39 81 11 72 81 153 13
5 Karen Guðnadóttir GS 1 F 41 34 75 5 79 75 154 14
6 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 4 F 39 37 76 6 78 76 154 14
7 Þórdís Geirsdóttir GK 4 F 36 36 72 2 83 72 155 15
8 Signý Arnórsdóttir GK 2 F 38 37 75 5 80 75 155 15
9 Ingunn Einarsdóttir GKG 5 F 39 40 79 9 78 79 157 17
10 Saga Traustadóttir GR 5 F 36 42 78 8 80 78 158 18
11 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 4 F 45 38 83 13 76 83 159 19
12 Sunna Víðisdóttir GR -1 F 42 38 80 10 80 80 160 20
13 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7 F 39 43 82 12 81 82 163 23
14 Heiða Guðnadóttir GKJ 4 F 42 37 79 9 85 79 164 24
15 Hansína Þorkelsdóttir GKG 8 F 43 37 80 10 84 80 164 24
16 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 10 F 42 39 81 11 83 81 164 24
17 Eva Karen Björnsdóttir GR 9 F 40 42 82 12 85 82 167 27
18 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 12 F 42 41 83 13 84 83 167 27
19 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 7 F 39 43 82 12 85 82 167 27
20 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 6 F 42 42 84 14 83 84 167 27
21 Jóna Sigríður Halldórsdóttir GR 11 F 46 35 81 11 87 81 168 28
22 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 9 F 39 44 83 13 88 83 171 31
23 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 9 F 41 42 83 13 89 83 172 32