Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 12:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): 2. dagur

Nú í morgun voru fyrstu ræstir út á 2. hring 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins.

Eftir 1. dag leiða klúbbmeistari kvenna í GR 2013 Berglind Björnsdóttir og Heiðar Davíð Bragason, GHD… en fast á hæla þeirra koma Sara Margrét Hinriksdóttir, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK í kvennaflokki og þrír kylfingar í karlaflokki, sem allir voru aðeins 1 höggi á eftir Heiðar Davíð þ.e. þeir:  Árni Freyr Hallgrímsson, GR;  Hákon Harðarson, GR og Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ.

E.t.v. má segja að staðan eftir 1. hring hafi komið á óvart a.m.k. í karlaflokki, en þetta sýnir bara hversu mikil breidd er meðal þeirra bestu á Íslandi í dag!

Það verður spennandi að fylgjast með hvort þau Berglind og Heiðar Davíð halda forystu sinni eða hvort við fáum að sjá aðra kylfinga í toppsætunum fyrir lokahringinn í kvöld?

Til þess að fylgjast með stöðunni á Egils Gull mótinu SMELLIÐ HÉR: