Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 02:30

PGA: Paul Casey efstur í hálfleik The Memorial – Hápunktar 2. dags

Það er enski kylfingurinn Paul Casey sem kominn er með 3 högga forystu á næsta keppinaut sinn í hálfleik á The Memorial mótinu, sem fram fer á golfvelli Muirfield í Dublin, Ohio.

Casey er búinn að eiga tvo glæsihringi upp á 66 högg og er. samtals á 12 undir pari 132 höggum.

Bubba Watson er í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69) og Chris Kirk er í 3. sæti á 8 undir pari.

Martin Flores og Japaninn Hideki Matsuyama deila 4. sætinu á samtals 7 undir pari , hvor og 4 kylfingar deila síðan 6. sæti þ.á.m. Daninn Thorbjörn Olesen.

Til þess að sjá stöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á the Memorial SMELLIÐ HÉR: