Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 18:00

Birgir Leifur lauk keppni í 9. sæti á Jyske Bank PGA Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lauk í dag keppni í Jyske Bank PGA meistaramótinu sem fó r fram í  Silkeborg Ry golfklúbbnum, en mótið er hluti af Ecco mótaröðinni.

Mótið fór fram dagana 28.-30. maí 2014 og lauk í dag. Þetta var stórt mót en þátttakendur voru 169.

Leikið varr á tveimur golfvöllum Ry Kildebjerg sem er par-72 golfvöllur og Silkeborg sem er par-71 golfvöllur.

Birgir Leifur lék fyrsta hring á 1 undir pari, 71 höggi (Ry Kildebjerg) og á pari Silkeborg vallarins 71 höggi, í gær.

Í dag lokadaginn lék Birgir Leifur  aftur Silkeborg völlinn og var á 4 yfir pari, 75 höggum.  Samtals lék Birgir Leifur því á  3 yfir pari og lauk keppni í  9. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna áJyske Bank PGA meistaramótinu  SMELLIÐ HÉR: