Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 14:00

Harrington segir Rory hugrakkan að slíta trúlofuninni

Nú hefir Írinn Padráig Harrington, sem ekki komst í gegnum úrtökumót og keppir því ekki í Opna bandaríska í næsta mánuði, stígið á stokk og kemur fram í fjölmiðlum og tjáir sig þar um sambandsslit Rory og Caroline.

Vakið hefir nokkra athygli að hann virðist dást að Rory og segir ákvörðun hans að slíta trúlofuninni við tennisstjörnuna Caroline Wozniacki „vogaða“ og Rory því hugrakkan.

Meðal þess sem Harrington lét fara frá sér var að ef Rory hefði verið í einhverjum vafa, hefði til langs tíma litið verið rétt að slíta trúlofuninni.

„Allir voru undrandi,“ sagði Harrington, sem stendur í stórræðum, þó ekki taki hann þátt í Opna bandaríska, en hann er að markaðssetja nýja golffatalínu fyrir Dunnes Stores.

„Ég er viss um að Rory og Caroline voru sjálf undrandi.“

„Ég er ekki þessi heimildarmaður, sem er náinn fjölskyldunni og er að koma með allar upplýsingarnar um samband þeirra – en þetta virtist koma á sömu stund og boðskortin í brúðkaup þeirra og raunveruleikinn um að kvænast hefir bara verið sjokk fyrir Rory.“

„Þetta var huguð ákvörðun, það eru margir sem hefðu bara haldið áfram með ákvörðun sína, sem þeim kannski finnst eftir á að hafi ekki verið sú rétta.“

Harrington bætti við að Rory hafi augljóslega fundist að hann hafi ekki átt neitt val en að segja kærustunni upp.

„Þetta var virkilega stór ákvörðun að hætta við allt saman og taka allri pressunni og stressinu.  Það hefði verið auðveldara að halda bara áfram,“ sagði hinn 42 ára Harrington.

„Ég er viss um að þetta var mjög erfitt fyrir þau bæði og að allt fari fram fyrir opnum tjöldum í fjölmiðlum er erfitt líka.“

„Ég er viss um að þetta er það sem honum hefir fundist hann verða að gera og þegar boðskortin fóru út hafi hann gert sér grein fyrir að hann væri ekki tilbúinn í þetta allt saman.“