Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Dantorp og Pepperell leiða e. 1. dag á Nordea Masters

Nordea Masters mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, en það fer fram á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð.

Eftir 1. dag leiða Englendingurinn Eddie Pepperell og heimamaðurinn  Jens Dantorp, en báðir spiluðu 1. hring Nordea Masters á 6 undir pari, 66 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 5 kylfinga sem allir hafa spilað á 67 höggum, en þ.á.m. er Skotinn Stephen Gallacher.

Hér má fylgjast með skortöflu á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: