Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Egils Gull mótið hefst á Hellu í dag
Annað mót Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótið hefst á Hellu í dag.
Keppendur sem hafa skráð sig til leiks eru 108 þar af 85 karl- og 23 kvenkylfingar.
Af kvenkylfingunum hafa 5 verið í/eru í bandaríska háskólagolfinu en af karlkylfingunum eru það 14, sem annaðhvort hafa verið, eru eða eru á leiðinni þangað.
Það verður sérlega spennandi að sjá hvernig krökkunum okkar sem hafa verið við nám og keppni í Bandaríkjunum gengur; en af oafngreindum kylfingum mætti nefna að Sunna Víðisdóttir, GR, sem er við nám í Elon sigraði síðustu helgi á Nettó-mótinu í Keflavík og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er í Fresno State í Kaliforníu varð í 2. sæti. Sunna er jafnframt forgjafarlægst íslensku kvenkylfinganna með – 1,4 í forgjöf.
Haraldur Franklín Magnús, GR, sem varð Íslandsmeistari með svo eftirminnilegum hætti 2012 á Hellu, er með í mótinu, en hann leikur með golfliði Louisiana Lafayette í Bandaríkjunum og er jafnframt forgjafarlægstur með -2,2 í forgjöf. Sá næstfogjafarlægsti er einnig í bandaríska háskólagolfinu, Ragar Már Garðarsson, GKG en hann leikur með McNeese og er með -2,0 í forgjöf. Ragnar Már sigraði glæsilega í Leirunni á Nettó-mótinu s.l. helgi.
Spennandi hvort krakkarnir í bandaríska háskólagolfinu standa uppi sem sigurvegarar eða hvort t.d.. ungu kylfingarnir okkar á borð við Henning Darra Þórðarson, GK Fannar Inga Steingrímsson, GHG og Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK sem er margfaldur klúbbmeistari kvenna í GHR nái að stríða þeim sem eru eldri og reyndari?
Fylgjast má með gangi keppenda á Egils Gull mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
