Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 09:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Egils Gull mótið hefst á Hellu í dag

Annað mót Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótið hefst á Hellu í dag.

Keppendur sem hafa skráð sig til leiks eru 108 þar af 85 karl- og 23 kvenkylfingar.

Af kvenkylfingunum hafa 5 verið í/eru í  bandaríska háskólagolfinu en af karlkylfingunum eru það 14, sem annaðhvort hafa verið, eru eða eru á leiðinni þangað.

Það verður sérlega spennandi að sjá hvernig krökkunum okkar sem hafa verið við nám og keppni í Bandaríkjunum gengur; en af oafngreindum kylfingum mætti nefna að Sunna Víðisdóttir, GR, sem er við nám í Elon sigraði síðustu helgi á Nettó-mótinu í Keflavík og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er í Fresno State í Kaliforníu varð í 2. sæti.  Sunna er jafnframt forgjafarlægst íslensku kvenkylfinganna með – 1,4 í forgjöf.

Haraldur Franklín Magnús, GR, sem varð Íslandsmeistari með svo eftirminnilegum hætti 2012 á Hellu, er með í mótinu, en hann leikur með golfliði Louisiana Lafayette í Bandaríkjunum og er jafnframt forgjafarlægstur með -2,2 í forgjöf. Sá næstfogjafarlægsti er  einnig í bandaríska háskólagolfinu, Ragar Már Garðarsson, GKG en hann leikur með McNeese og er með -2,0 í forgjöf. Ragnar Már sigraði glæsilega í Leirunni á Nettó-mótinu s.l. helgi.

Spennandi hvort krakkarnir í bandaríska háskólagolfinu standa uppi sem sigurvegarar eða hvort t.d.. ungu kylfingarnir okkar á borð við Henning Darra Þórðarson, GK  Fannar Inga Steingrímsson, GHG og Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK sem er margfaldur klúbbmeistari kvenna í GHR nái að stríða þeim sem eru eldri og reyndari?

Fylgjast má með gangi keppenda á Egils Gull mótinu með því að SMELLA HÉR: