Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 03:00

PGA: Rory efstur á Memorial – Hápunktar 1. dags

Rory McIlroy er efstur eftir 1. dag á Memorial mótinu, sem fram fer í Muirfield Village í Dublin, Ohio.

Rory lék keppnisvöll Muirfield á 9 undir pari,  63 glæsihöggum; fékk 2 erni, 7 fugla og 1 skramba – skrautlegt skorkort það!

Öðru sætinu deila þeir Bubba Watson, Paul Casey og Chris Kirk, 3 höggum á eftir Rory, þ.e. á 6 undir pari, 66 höggum.

Fimmta sætinu deila 3 aðrir kylfingar enn höggi á eftir þ.e. allir á 5 undir pari, þ.e.: Keegan Bradley, Michael Thompson og JB Holmes.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: