Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 22:30

Strákarnir stóðu sig vel í Skotlandi!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, stóð sig stórvel á European Championship US Kids móti sem fram hefir farið í Gullane í Edinborg, Skotlandi.

Mótið fór fram daganna 26.-29. maí 2014 og lauk í dag.  Þátttakendur í flokki 12 ára voru 72.

Sigurður Arnar lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (70 74 77) og varð í 6. sæti!!!

Sigurdur Arnar Garðarson, lauk keppni í 6. sæti - glæsilegt!!!

Sigurdur Arnar Garðarson, lauk keppni í 6. sæti – glæsilegt!!!

Kjartan Óskar Guðmundsson, NK keppti einnig í flokki 12 ára stráka líkt og Sigurður Arnar, og átti hringi upp á 84 87 81 og lauk keppni í 48. sæti.

Sigurður Gauti Hilmarsson, NK tók þátt í flokki 10 ára og átti flotta hringi upp á 109 105 106.

 Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í flokki 15-16 ára: 

Jóel Gauti Bjarkason, GKG lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (75 77 77)  og varð í 9. sæti.

Bjarki Aðalsteinsson, GKG,  lék á samtals 18 yfir pari 234 höggum (74 79 81) og varð í 18. sæti.

Glæsilegur árangur þetta hjá íslensku keppendunum og hafa allir væntanlega öðlast dýrmæta reynslu!

Engin íslenskur kvenþátttakandi er í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á US Kids mótinu með því að SMELLA HÉR: