Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alda Steinunn Ólafsdóttir og Guðni Sigurður Ingvarsson —— 27. maí 2014

Það eru Alda Steinunn Ólafsdóttir og Guðni Sigurður Ingvarsson, GK, sem eru afmæliskylfingar dagsins.

Guðni Sigurður er fæddur 27. maí 1954 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.  Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Guðni Sigurður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum m.a. Marsmóti GSG 2013 og staðið sig vel.  Hann er með 18,1 í forgjöf.

Alda Steinnunn er fædd 27. maí 1944 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Alda býr að Mælifelli í Skagafirði og er í GSK. Komast má á facebook síðu Öldu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan.

 

Alda Steinunn Ólafsdóttir (70 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sam Snead f. 27. maí 1912 (hefði orðið 102 ára) d. 23. maí 2002; Vaughan Somers, 27. maí 1951 (63 ára);    Guðjón Heiðar Ólafsson, GK, 27. maí 1997  …. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is