Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 11:00

LET: Kylie Walker sigraði í Hollandi e. bráðabana

Það var skoski kylfingurinn Kylie Walker sem sigraði nú um helgina í Deloitte Ladies Open, sem fram fór á „The International“ í Amsterdam, Hollandi.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þær Kylie, Malene Jörgensen frá Danmörku og hin ástralska Nikki Campbell allar jafnar á samtals 6 undir pari, 213 höggum og því kom til æsispennandi bráðabana milli þeirra, þar sem Kylie bar sigurorð að lokum.

„Þetta var ótrúlegt, algerlega brillíant. Ég er mjög ánægð,“ sagði Walker eftir að fyrsti sigur hennar á Evrópumótaröð kvenna var í höfn að bráðabananum loknum.

Fjórða sætinu deildu heimakonan Christel Boeljon frá Hollandi og hins sænska Camilla Lennarth, báðar á 4 undir pari, 215 höggum, þ.e. 2 höggum á eftir efstu konunum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR: