Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 10:30

LPGA: Jessica Korda sigraði á Airbus LPGA mótinu

Bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda stóð uppi sem sigurvegari á  Airbus LPGA mótinu á LPGA mótaröðinni.

Mótið fór fram á Crossings golfvellinum á RTJ Trail, Magnolia Grove, í Mobile, Alabama.

Korda  lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 67 69 65).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var hin sænska Anna Nordqvist, en hún lék á samtals 19 undir pari, 267 höggum (68 66 66 69).

Enn öðru höggi á eftir í 3. sæti urðu þær Michelle Wie, Catriona Matthews og Charley Hull.

Til þess að sjá lokastöðuna á Airbus LPGA mótinu  SMELLIÐ HÉR: