Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 17:45

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Helga Kristín sigurvegari í stúlknaflokki

Það voru aðeins 5 keppendur í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk í dag 25. maí 2014.

Af þeim stóð klúbbmeistari NK, Helga Kristín Einarsdóttir uppi sem sigurvegari.

Helga Kristín lék á samtals 23 yfir pari 167 höggum (83 84) og átti 4 högg á næsta keppanda Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK, sem varð í 2. sæti.

Dalvíkingar áttu síðan 3. sætið en í því hafnaði Birta Dís Jónsdóttir, á 28 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan:

1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 8 F 45 39 84 12 83 84 167 23
2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 11 F 44 44 88 16 83 88 171 27
3 Birta Dís Jónsdóttir GHD 6 F 42 38 80 8 92 80 172 28
4 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 12 F 46 43 89 17 83 89 172 28
5 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 13 F 46 44 90 18 95 90 185 41