Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 16:45

Evróputúrinn: Rory sigraði í Wentworth

Rory McIlroy sigraði á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, nú  fyrr í dag.

Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (68 71 69 66).  Á lokahringnum skein í forna snilldartakta hjá Rory, en hann fékk örn, 6 fugla og 2 skolla á hringnum.   Hér má sjá myndskeið af lokapútti Rory SMELLIÐ HÉR:

Í 2. sæti 1 höggi á eftir varð Shane Lowry, á samtals 13 undir pari.

Thomas Björn, sem búinn var að leiða allt mótið varð að sætta sig við 3. sætið , sem hann deildi með fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald.  Þeir voru enn öðru höggi á eftir á samtals 12 undir pari hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wentworth SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. þ.e. lokahringsins á Wentworth SMELLIÐ HÉR:   (Bætt inn um leið og Evrópumótaröðin er tilbúin með myndskeiðið).