Huldu Birnu finnst skógarvellir skemmtilegir
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 08:00

Viðtalið: Hulda Birna Baldursdóttir, GKG – framkvæmdastjóri Stelpugolfs

Viðtalið í dag er við viðskiptafræðing, golfkennaranema og 4 barna móður, sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Stelpugolfs, sem hefst á Leirdalsvelli hjá GKG, á morgun, fimmtudaginn 29. maí n.k…. og þá er aðeins fátt eitt talið af störfum framkvæmdastjóra Stelpugolfs.

Hulda Birna Baldursdóttir, GKG. Mynd: Í eigu Huldu Birnu

Framkvæmdastjóri Stelpugolfs Mynd: Í einkaeigu

Framkvæmdastjóri Stelpugolfs er gullfalleg, skemmtileg, sannkallaður orkubolti og dugnaðarforkur, fyrrum knattspyrnuskvísa af Skaganum , sem spilar blak á vetrum og er í ofanálag frábær í golfi, bæði að spila það og kenna.

Hér fer viðtalið:

Börn engin fyrirstaða.  Framkvæmdastjóri Stelpugolfs tekur börnin með í golfi

Börn engin fyrirstaða. Framkvæmdastjóri Stelpugolfs tekur börnin með í golfið

Fullt nafn:  Hulda Birna og er Baldursdóttir.

Klúbbur:   GKG.

Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist á Akranesi,  þann 23.maí. 

Hulda Birna er í GKG - hér ásamt einum sona sinna í golfi

Hulda Birna er í GKG – hér ásamt einum sona sinna í golfi

Hvar ertu alin upp?  Á Flórídaskaganum (Akranesi).

Í hvaða starfi/námi ertu? Váá… á ég að þora að segja frá því. Starf: Ég kenni við Tækniskólann, skóla Atvinnulífsins, er þar einnig sem félagsfulltrúi, sé um öll nemendafélögin 9 eða 10 sem eru í skólanum. Svo sé ég um markaðsmál í Flugskóla Íslands. Bæði heimasíðu, auglýsingar, facebooksíðu og svo kenni ég smá þar líka.  Nám: er núna í Golfkennaranámi PGA skólans. Er búin með 2 ár af þremur.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Fjölskylduaðstæður er þær bestu. Ég og minn besti vinur Einar Örn Jónsson eigum fjóra unga, Margréti 13, Baldur 12, Mikael 8 og Gabríel 4 ára.  Og það spila allir golf.

Öll fjölskylda Huldu Birnu er í golfi

Öll fjölskylda Huldu Birnu er í golfi

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Árið 2003 – Kanarí – fyrsti 18 holu hringurinn.. mikið stress…

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?    Ætli það hafi ekki verið minn besti vinur (maðurinn minn), sem dró mig á völlinn … ætli hann hafi ekki veðjað frekar á það að draga mig á völlinn til að spila meira golf.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Skógarvellirnir eru skemmtilegir.. – en refsa… gefa ekkert eftir.. strandavellirnir eru líka fallegir, meira rok yfirleitt á þeim.. – bæði betra.. eins og í auglýsingunni í den…

Huldu Birnu Baldursdóttur, GKG finnst skógarvellir skemmtilegir. Mynd: Í einkaeigu

Huldu Birnu Baldursdóttur, GKG finnst skógarvellir skemmtilegir. Mynd: Í einkaeigu

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Holukeppni.

Hvað þarf til að verða góður kylfingur?  Trú, löngun, gott hugarfar, tækni/kennslu og góða æfingu.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?  Það eru margir flottir vellir á Íslandi.. – hef ekki spilað þá alla en Urriðavöllur er í miklu uppáhaldi, svo finnst mér Leirdalurinn alltaf að verða betri og betri og svo Garðavöllur á Akranesi. 9 holu – vellirnir eru líka alveg æðislegir í kringum landið.

Par-3 13. brautin á Urriðavelli einum uppáhaldsgolfvalla Huldu Birnu á Íslandi. Mynd: Golf 1

Par-3 13. brautin á Urriðavelli einum uppáhaldsgolfvalla Huldu Birnu á Íslandi. Mynd: Golf 1

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi?  Nei.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  New South Wales Ástralíu er minn uppáhaldsvöllur, árið 2004 vann ég mót hér heima og keppti á áhugamannamóti BMW í Ástralíu. Æði…

Frá golfvelli  New South Wales golfklúbbsins í Sydney, Ástralíu uppáhaldsgolfvelli Huldu Birnu erlendis

Frá golfvelli New South Wales golfklúbbsins í Sydney, Ástralíu uppáhaldsgolfvelli Huldu Birnu erlendis

Hvað ertu með í forgjöf?  Hún fer hækkandi eftir að ég bjargaði poppi úr örbylgjuofninum hér fyrir 2 árum síðan.. hún stendur í 8 núna.. – en markmiðið er koma sér aftur niður fyrir 5.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Mig minnir að það hafi verið 73 á  Korpunni. –

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Voða fá afrek.. ætli það sé ekki að afrekið að smita fjölskylduna af þessu frábæra sporti.. – og það að hafa smitast af veirunni sjálf. 

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei… ég sá einmitt eina 95 ára í viðtali hjá Jay Lenó sem hafði farið holu í höggi –  svo ég held enn í vonina.

Spilar þú vetrargolf?   Já þegar viðrar..

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Banana, harðfisk, hleðslu, skyr.

Hulda Birna verður eflaust enn í golfi 95 ára!

Hulda Birna verður eflaust enn í golfi 95 ára… og búin að slá mörg draumahögg!!!

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Já fótboltastelpa af Skaganum, sem spilaði líka með Stjörnunni. Nýjasta æðið var að skrá mig í blak í vetur.. – mjög gaman.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautasteik /sushi;  Uppáhaldsdrykkur? Sódavatn;  Uppáhaldsbók? Svo fögur bein eftir Alice Sebold; Uppáhaldstónslist? Er alæta á tónlist, hlusta mest á Bylgjuna, K100,5, FM957 og svo Latabæ til skiptisUppáhaldskvikmynd; Dumb and Dumber;  Uppáhaldsgolfbók:  Betra golf.

Notarðu hanska? Já og þá helst FJ hanska.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk: Arndís Mogensen,   Kk:  Einar Örn Jónsson og Páll Sveinsson

Hvert er draumahollið?  Ég og….Brynja Ingimars, Ásta Óskars, Martha Óskars (frænkuhollið).

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?     Það er PING G25 æðislegar kylfur, frá w -5 52,56 og 60° w frá Ping, 3 tré og driver frá TaylorMade.

Hulda Birna hefir sjálf verið hjá Derrick í golftímum og hann er í uppáhaldi af golkennurum landsins

Hulda Birna hefir sjálf verið hjá Derrick í golftímum og telur hann einn af  allrabestu golfkennurum landsins. Mynd: Í einkaeigu

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já Derrick í GKG, Hlyn  báðir eðalmenn. Svo hef ég 12 golfkennaranema í golfkennaraskólanum,  sem hafa lagað mig til síðustu tvo vetur…

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Hef náttúrulega ekki farið í golfkennslu hjá þeim öllum en eftir að hafa verði í golfkennaraskólanum held ég að við séum mjög heppin á Íslandi hversu golfkennarar eru vel menntaðir og eru miklir fagmenn. Ég get ekki valið á milli golfkennara, sem ég hef haft,  en Derrick er einn af þeim allra bestu.

Helstu einkenni góðs golfkennara? Einkenni góðs golfkennara er að hann geti hlustað og útskýrt/kennt á einfaldan hátt það sem nemendur vilja að golfkennarinn kenni /leysi vandamál. Góðum golfkennara má líkja við sálfræðing, hann hlustar, skoðar, metur og kemur svo með tillögur að lausnum, sem eru svo æfðar.

Af hverju eru færri konur en karlar í golfi? Þessari spurningu get ég eiginlega ekki svarað. Kannski af því þær hafa ekki kynnst íþróttinni. – útiverunni og dásemdinni sem golf er .. – hversu skemmtilegt golf getur verið. Sumar segja að þetta sé tímafrekt, leiðinlegt, taki of langan tíma.

Nú ert þú framkvæmdastjóri Stelpugolfs –  Hvað er Stelpugolf?

1-Stelpugolf-logo

Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar munu sjá um glæsilegan golfdag þann 29. maí í GKG Garðabæ  í anda golfsýninga úti í heimi og bjóða upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi.

Markmið Stelpugolfs:

* Að stuðla að hreyfingu og útivist kvenna á öllum aldri.
* Að stuðla að aukinni vitund almennings á fjölskyldugildum í golfíþróttinni.
* Að stuðla að aukinni þátttöku stúlkna í íþróttum.
* Að efla kvennastarf í golfhreyfingunni.

Komast má á facebooksíðu Stelpugolfs með því að SMELLA HÉR:

Stelpur í stelpugolfi - Hulda Birna ásamt dóttur sinni Margréti

Stelpur í stelpugolfi – Hulda Birna ásamt dóttur sinni Margréti í golfi. Mynd: Í einkaeigu

Hvernig varð hugmyndin að Stelpugolfi til?  Hún kom eiginlega út af því hversu fáar konur eru skráðar í golfklúbba.  Við erum 13 golfkennanemar sem erum í golfkennaranámninu sem stöndum að verkefninu. Verkefnið verður algjörlega keyrt á styrkjum og þökkum þeim kærlega fyrir Íslandsbanka, Eimskip, Vodafone, GSÍ, PGA, Icelandair Cargo.Okkur fannst mikilvægt að konur geti komið í kennslu þær fá örugglega mikið af  ,,gagnrýni frá sínum betri helmingi gegnum tíðina”..  “Taktu driver”, “af hverju notar þú ekki þessa kylfu”… og svo framvegis.

Útiveran og samveran segir Hulda Birna eitt það besta við golfið

Útiveran og samveran segir Hulda Birna eitt það besta við golfið. Mynd: Í einkaeigu

 Ertu hjátrúarfull?  Nei,, það er ég ekki.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Að hafa gaman!

Hvað finnst þér best við golfið?   Útiveran – samveran, og þessi yndislega tilfinning við að slá ,,góða höggið”…

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    100%… skelf og titra yfirleitt.. – er fín þess á milli.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?  “I can do it”