Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 09:00

PGA: 4 í forystu fyrir lokahring Crowne Plaza – Hápunktar 3. dags

Það eru 4 kylfingar, sem eru í forystu á Crowne Plaza Invitational á Colonial í Fort Worth Texas: Japaninn Hideki Matsuyama og Chad Campbell, Chris Stroud og David Toms frá Bandaríkjunum.

Allir eru þeir búnir að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum, hver.

Á hæla þeirra aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari, er hópur 6 kylfinga;  Jimmy Walker, Kevin Chappell, Chris Kirk, Marc Leishman, Brian Harman og Tim Clark.

Það er því allt galopið í mótinu og 10 efstu menn sem allir eiga góða möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar! Spennandi golfkvöld framundan!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR: