Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 08:30

LET: Kylie Walker leiðir enn í Hollandi

Skoski kylfingurinn Kylie Walker leiðir enn á Deloitte Ladies Open.

Kylie er samtals búin að spila á 5 undir pari, 141 högg (69 72).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Kylie er Titiya Plucksataporn frá Thaílandi, á 3 undir pari 143 höggum (73 70).

Fimm deila síðan 3. sætinu á samtals 2 undir pari, þ.á.m. hin sænska Camilla Lennarth.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR: