Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 21:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): GK-ingar sigursælir í drengja- (Ólafur Andri) – og piltaflokki (Guðlaugur Bjarki)

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði.

Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR:

Í drengjaflokki voru 9 keppendur og þar var hlutskarpastur Ólafur Andri Davíðsson, GK á 83 höggum, sem jafnframt var besta skor keppninnar!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Ólafi Andra!!!

Í 2. sæti varð Emil Árnason, GKG á 93 höggum og í 3. sæti varð klúbbfélagi Ólafs Andra, Þór Breki Davíðsson GK, á 94 höggum!!!

F.v.: Kylfusveinn, Emil Árnason, GKG 2. sæti í drengjaflokki; Þór Breki Davíðsson, GK, 3. sæti og Smári Snær Sævarsson, Mynd: Golf 1

F.v.: Kylfusveinn, Emil Árnason, GKG 2. sæti í drengjaflokki; Þór Breki Davíðsson, GK, 3. sæti í drengjaflokki og Smári Snær Sævarsson, GK 7. sæti. Mynd: Golf 1

Í piltaflokki voru þátttakendur 3 og sigurvegari Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK, en hann var á næstbesta skori mótsins, 86 höggum.  Í 2. og 3. sæti voru GO-mennirnir Jón Hákon Richter, GO og Eggert Smári Þorgeirsson, GO.

Sjá má heildarúrslit í drengjaflokki (15-16 ára)  á 1. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka hér að neðan:

1 Ólafur Andri Davíðsson GK 10 F 40 43 83 11 83 83 11
2 Emil Árnason GKG 17 F 46 47 93 21 93 93 21
3 Þór Breki Davíðsson GK 14 F 50 44 94 22 94 94 22
4 Gunnar Blöndahl Guðmundsson GKG 15 F 49 49 98 26 98 98 26
5 Róbert Atli Svavarsson GO 13 F 51 48 99 27 99 99 27
6 Markús Andersen GK 21 F 50 52 102 30 102 102 30
7 Smári Snær Sævarsson GK 15 F 50 56 106 34 106 106 34
8 Alexander Reynisson GO 23 F 58 52 110 38 110 110 38
9 Arnar Gauti Arnarsson GK 21 F 55 62 117 45 117 117 45
sigurvegarinn í piltaflokki Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK og . Mynd: GSÍ

Jón Hákon Richter, GO (2.-3. sæti); sigurvegarinn í piltaflokki Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK (f.m) og Eggert Smári Þorgeirsson, GO (2.-3. sæti) . Mynd: GSÍ

Sjá má heildarúrslit í piltaflokki (17-18 ára)  á 1. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka hér að neðan:

1 Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK 14 F 40 46 86 14 86 86 14
2 Jón Hákon Richter GO 23 F 58 56 114 42 114 114 42
3 Eggert Smári Þorgeirsson GO 24 F 56 58 114 42 114 114 42