Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 21:00

Nordea: Birgir Leifur úr leik

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni.

Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí.

Birgir Leifur lék á samtals á 3 yfir pari, 143 höggum (69 74).  Niðurskurður var miðaður við samtals 1 undir pari og Birgir Leifur því 4 höggum frá því að komast í gegn.

Efster í mótinu er heimamennirnir Matthias Bohlin, Fredrik Gustavson og Andreas Johannson, allir á samtals 8 undir pari, 134 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Landskrona Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: