Freydís Eiríksdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 20:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): Freydís og Sigrún Linda bestar af kvenkylfingunum

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði.

Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR:

Það voru 8 kvenkylfingshetjur, sem luku keppni á Setbergsvelli í dag!

Freydís Eiríksdóttir, GKG á 1. teig í fyrsta móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka á Setbergsvelli 24. maí 2014. Mynd: Golf 1

Freydís Eiríksdóttir, GKG á 1. teig í fyrsta móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka á Setbergsvelli 24. maí 2014. Mynd: Golf 1

 Enginn keppandi var í elsta forgjafarflokknum og aðeins 1 í telpnaflokki (forgjafarflokki 15-16 ára)  Freydís Eíríksdóttir, GKG og var hún jafnframt á besta skorinu af kvenkylfingunum, flottum 93 höggum í fremur erfiðum aðstæðum í Setberginu!!! Glæsilegt hjá Freydísi!!!

Sigrún Linda Baldursdóttir, GKJ á 1. teig á 1. móti Áskorendamóti Íslandsbanka, 24. maí 2014. Mynd: Golf 1

Sigrún Linda Baldursdóttir, GKJ á 1. teig á 1. móti Áskorendamóti Íslandsbanka, 24. maí 2014. Mynd: Golf 1

7 þátttakendur voru í stelpnaflokki (forgjafarflokki 14 ára og yngri) og stóðu þær sig allar vel, enda flestar að stíga sín fyrstu spor í golfíþróttinni!!! Best í stelpnaflokki var Sigrún Linda Baldursdóttir, GKJ, en hún var á 116 höggum og besta skorinu af stelpunum!!!

Sjá má heildarúrslitin í kvennaflokki (telpna- og stelpnaflokki) í 1. móti Áskorendamótaraðarinnar hér að neðan:

1 Freydís Eiríksdóttir GKG 14 F 48 45 93 21 93 93 21
2 Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 28 F 56 60 116 44 116 116 44
3 Ásdís Valtýsdóttir GR 28 F 64 58 122 50 122 122 50
4 Kristín Sól Guðmundsdóttir GKJ 28 F 63 62 125 53 125 125 53
5 Thelma Björt Jónsdóttir GK 28 F 65 65 130 58 130 130 58
6 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 28 F 67 68 135 63 135 135 63
7 Hrafnhildur J Grímsdóttir GR 28 F 63 80 143 71 143 143 71
8 Auður Sigmundsdóttir GR 28 F 81 81 162 90 162 162 90