Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 14:00

Sjarmatröllið Jiménez

Sjarmatröllið Miguel Angel Jiménez, elsti sigurvegari í sögu Evrópumótaröðinni, heillaði alla upp úr skónum í rigningarhléi sem tekið var á 2. hring á  BMW PGA Championship í Wentworth golfklúbbnum.

Hinn 50 ára golfsnillingur er þekktur fyrir að vera afar alþýðlegur og aðeins nokkrum vikum nú eftir að hafa sigrað á Champions Tour í Bandaríkjunum stillti sér upp í ljósmyndatökum með aðdáendum sínum og veitti eiginhandaráritanir í  Championship Village.

Jiménez mun keppa á Senior Open Championship Presented by Rolex á Royal Porthcawl linksaranum í Wales, en mótið fer fram 2.,-27. júlí í sumar og hann tók sér tíma til þess að skoða myndir af klassísku velsku golfvöllunum sem voru til sýnis þarna, sérstaklega myndir af Royal Porthcawl .

Jiménez heilsaði líka upp á John Jermine, sem er þekktur félagi í Royal Porthcawl klúbbnum og talaði við aðdáendur sína á BMW PGA Championship.

Jiménez sagði m.a. við það tilefni „Ég hlakka virkilega til að sjá Royal Porthcawl í fyrsta sinn í júlí. Mér þótti gaman að fyrsta mótinu mínu áUS Champions Tour, þegar ég vann í Atlanta í vikunni á eftir the Masters og þetta ætti að verða góð vika í Walkes.“

„Mér hefir áður gengið vel þar á  Wales Open í Celtic Manor og líka í Ryder bikarnum, þannig að ég á margar góðar minningar.”