Evróputúrinn: Sergio dregur sig úr BMW PGA Championship með hnémeiðsl
Nr. 7 á heimslistanum, Sergio Garcia dró sig úr BMW PGA Championship á Wentworth stuttu eftir að hann lauk við 1. hring í gær á þessu flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar.
Hinn 34 ára Spánverji (Garcia), sem lék á 1 yfir pari, 73 höggum hefir verið hrjáður af hnjámeiðslum og vonast til að hann nái að jafna sig fyrir risamót næsta mánaðar, US Open í Pinehurst.
Á fyrsta deginum á Vesturvelli Wentworth var Garcia með 15 pör, 2 skolla og aðeins 1 fugl á 18. flöt.
Garcia sagði að loknum hringnum: „Því miður er þetta það sama og gerðist á the Spanish Open.“
„Það (hnéð) var betra, vegna hvíldar á mánudeginum og þriðjudeginum, en eftir að hafa gengið völlinn, upp og niður hæðirnar þá eru aftur komnar sársaukastungur í það.“
„Þar sem Opna bandaríska er á næsta leyti vil ég ekki að hún versni. Ég mun fara í læknisskoðun á Spáni og sjá hvað þeir segja.“
„Ég er viss um að ég verð að vera á bólgueyðandi. Ég verð líklega að vinna aðeins í því (hnénu) en veit ekki nákvæmlega hvernig.“
„Ég fór í röntgen á mánudagsmorgninum. Þeir skoðuðu hnéð og þeir sögðu að þetta væri smá bjúgur við hnéskelina.“
„Ég var að vonast að mér myndi líða vel þessa viku En eins og mér leið á síðustu 4 holunum – mér leið bara alls ekki vel.“
Vonandi að Garcia verði orðinn góður fyrir Opna bandaríska!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
