Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 12:00

Lindsey spilaði golf í góðgerðarmóti Tiger

Tiger Woods er alveg frá í bakinu og er rétt farinn að brölta á fætur aftur og láta sjá sig opinberlega.

Og meðan hann spilar ekki golf…. tekur kærastan, Lindsey Vonn, það hlutverk að sér og hlýtur mikla athygli fyrir.

S.l. helgi voru Lindsey Vonn og systir hennar Karin Kildow í Las Vegas og tóku þátt í Tiger Jam helginni.

Systurnar Lindsey og Karin

Systurnar Lindsey og Karin

Reyndar er ekki um 1 helgi að ræða heldur mörg mót og viðburði.

Þær Lindsey og Karin vöktu mikla athygli sérstaklega þegar þær lágu í sólbaði við hótelið sem þær gistu á.

Karin og Lindsey við sundlaugarbakkann

Karin og Lindsey við sundlaugarbakkann

Tiger lét sjá sig á póker kvöldi sem hann stóð fyrir en til þess að vera með þurfti að borga sig inn fyrir litlar a $10,000 .

Allur ágóði af mótinu og pókerkvöldinu rennur til góðgerðarmála sem stofnun í nafni Tiger sér um að útdeila.

Tiger og Lindsey á Tiger Jam weekend

Tiger og Lindsey á Tiger Jam weekend