Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 11:00

GR: Spilað tímabundið inn á vetrarflöt á 15. braut Korpu

Eftirfarandi tilkynning er inn á vef grgolf.is frá vallarstjóra Korpunnar, Hólmari Frey Christianssyni:

Vegna þess hve erfiður veturinn var þá sluppu ekki allar flatir vallarins við skemmdir og er 15. flötin á Korpunni ekki að ná sér af stað. Þess vegna hefur verið brugðið á það ráð að loka flötinni í bili til að reyna að fá sprettuna af stað. Sett hefur verið upp bráðabirgða flöt en stefnt er að því að hafa flötina ekki lokaða lengi. Einnig hefur verið tekið útaf nokkrum teigum sem eiga einnig erfitt uppdráttar.  

Er það mín von að við komumst hratt og vel í gegnum þetta. Einnig trúum við að þessar aðgerðir verði til þess að þið hafið meiri ánægju af því að spila hér þegar aðgerðunum er lokið.

Með ósk um áframhaldandi gott samstarf

Hólmar Freyr Christiansson
Vallarstjóri Korpúlfsstaðavallar“