Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Kevin Kisner (13/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 13 sæti, en það er Kevin Kisner.
Kisnerlék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 15. sæti, (af 50) og bætti því aðeins stöðu sína.
Kevin Kisner fæddist 15. febrúar 1984 í Aiken, Suður-Karólínu og er því 29 ára. Kisner var í South Aiken High School í Suður-Karólínu, þar sem hann var í golfliði skólans og vann m.a. 2 4A meirstaramót í ríkinu (ens. State Championships.)
Kisner útskrifaðist frá University of Georgia 2006 með gráðu í viðskiptafræði og eftir að hafa spilað golf með golfliði skólans í 4 ár. Hann var sá fyrsti í sögu skólans til þess að verða útnefndur All-American 4 sinnum. Eftir útskrift 2006 gerðist Kisner atvinnumaður í golfi.
Árið 2008 spilaði Kisner á eGolf Tour og varð í 3. sæti peningalista þeirra mótaraðar; varð 7 sinnum meðal 10 efstu og sigraði m.a. Bermuda Run Open.
Árið 2009 fékk Kisner tækifæri til að spila á 6 Web.com mótum m.a. á undanþágu styrktaraðila og vegna góðs gengis í mótum. Hann náði niðurskurði í fyrstu 2 mótum sínum. Jafnframt spilaði Kisner á eGolf Tour og the NGA Hooters Tour.
Árin 2010-2013 spilaði Kisner á Web.com og hefir sigrað tvívegis á þeirri mótaröð: Í fyrsta sinn á 2010 Mylan Classic presented by CONSOL Energy (vann í kjölfarið í fyrsta sinn kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2011) og síðan í fyrra, 2013 á Chile Classic, sem m.a. varð til þess að hann varð í 13. sæti peningalistans og fékk aftur kortið sitt á PGA Tour. Það sem af er ársins 2014 er hann búinn að vinna sér inn $550,088 á PGA Tour. Besti árangurinn til þessa á PGA Tour er 6.sætið á Wells Fargo Championship. Kisner er sem stendur í 278. sætinu á heimslistanum.
Ýmislegt um Kisner:
Hann kvæntist konu sinni Brittany 2012, en hann segir hann „ást ævi sinnar“ (ens. „the love of his life“ ).
Hann á 1 bróður og 1 systur.
Þjálfari hans heitir John Tillery
Uppáhaldsgolfvöllur sem hann hefir spilað er Augusta National en hann myndi gjarnan vilja spila Pine Valley
Kisner ferðast aldrei án tölvu sinnar. Fyrsti bíllinn hann var Chevrolet Blazer, en nú keyrir hann um á Ford F-150
Uppáhalds háskólalið hans í Bandaríkjunum eru Georgia Bulldogs og uppáhalds atvinnumannalið eru the Carolina Panthers
Kisner notar alltaf höfuðhliðina til þess að merkja golfbolta sinn.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Sports“ og uppáhaldsskemmtikraftur hans er Colt Ford.
Uppáhaldsmatur Kisner er væn steik og uppáhaldsdrykkur gott vín.
Í uppáhaldsholli hans eru hann sjálfur auk Ben Hogan, Arnold Palmer og pabba hans.
Meðal þess sem hann á eftir ógert en vildi gjarnan gera er að veiða Blue Marlino og keyra það sem á ensku nefnist stock car.
Kisner gefur tilbaka en hann styður The First Tee program í Bandaríkjunum.
Hann segir hápunkt ferils síns til þess vera sigur á Web.com Chile Classic 2013
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

