Kenny Perry
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 10:30

Champions Tour: Perry efstur fyrir lokahring Regions Tradition

Það er Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry, sem leiðir fyrir lokahring Regions Traditions í Shoal Creek, Alabama.

Perry er búinn að leika á samtals 7 undir pari, 209 höggum (72 68 69).

Í 2. sæti er John Inman, höggi á eftir og 7 kylfingar deila 3. sætinu á samtals 4 undir pari, þ.á.m. forystumaður 2. dags Marc Calcavecchia, sem átti tvo frábæra hringi upp á 69 en síðan  afleitan hring í gær upp á 74.

Þess ber þó að geta að Calcavecchia hefir átt við rifbeinsmeiðsl að stríða, sem leitt hafa til þess að hann fær verkjakippi (ens. spasm) í efri hluta baks.  Þessir bakverkjakippir tóku sig einmitt upp á 3. hring og voru búnir að gera vart við sig frá og með 14. holu 2. hringjar Calcavecchia.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Regions Tradition SMELLIÐ HÉR: