Lizette Salas hefir aldrei sigrað í LPGA móti en oft verið ansi nálægt því. Tekst henni að sigra í kvöld?
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 08:00

LPGA: Lizette Salas efst fyrir lokahring Kingsmill meistaramótsins

Það er mexíkansk-bandaríski kylfingurinn Lizette Salas, sem er efst á Kingsmill Championship í Williamsburg, Virginíu.

Lizette er búin að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (67 66 65) og virðist spila betur með hverjum hringnum.

Hún er hins vegar í gamalkunnugri stöðu efst fyrir lokahring, en hefir aldrei tekst að innbyrða sigur til þessa. Spurning hvort henni tekst það í kvöld?

Sjá má kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir, er forystukona gærdagsins Hee Young Park og þriðja sætinu deila þær Lydia Ko, Stacy Lewis og Katherine Kirk frá Ástralíu, á 8 undir pari, 5 höggum á eftir Salas.

Lewis og Ko hafa báðar unnið sig upp í 3. sætið með miklu harðfylgi en þær deildu 29. sætinu eftir 1. dag ásamt 17 öðrum.

Í 6. sæti eru síðan fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Yani Tseng, Pornanong Phattlum frá Thaílandi og Lexi Thompson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: