Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 21:30

GHD: Golf spilað á Dalvík í dag!

Það er enn ansi vetrarlegt um að lítast Norðanlands, 17. maí 2014.  Snjór er enn í fjöllum eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Kylfingar þar láta það þó ekkert á sig fá og taka hring þó ekki sé allt komið í það horf eins og best gerist á golfvellinum yfir sumartímann.

Á Arnarholtsvelli, golfvelli Golfklúbsins Hamars á Dalvík, er búið að opna fyrir spil á 7 brautum, en enn er spilað inn á vetrarflatir.

Þessar hressu konur léku t.a.m. 1 hring í dag á Arnarholtsvelli:

F.v.: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, Hlín Torfadóttir, Indíana Auður Ólafsdóttir, Bryndís Björnsdóttir og Marsibil Sigurðardóttir allar í GHD. Mynd: Í einkaeigu

F.v.: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, Hlín Torfadóttir, Indíana Auður Ólafsdóttir, Bryndís Björnsdóttir og Marsibil Sigurðardóttir allar í GHD. Mynd: Í einkaeigu