Sandra Gal óskar Martin Kaymer til hamingju með sigurinn á Opna bandaríska risamótinu Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (3/7)
Atvinnumennskan hjá Kaymer – Árið 2007 Fyrstu skrefin á Evrópumótaröðinni og Kaymer valinn Henry Cotton nýliði ársins
Kaymer lék fyrsta leik sinn á Evrópumótaröðinni 2007 á UBS Hong Kong Open, en náði ekki niðurskurði. Hann komst heldur ekki í gegnum niðurskurð í næstu eða þ.e.a.s. fyrstu 5 mótum sínum á fyrsta keppnistímabili sínu á Evrópumótaröðinni. Í mars náði Kaymer fyrsta niðurskurði sínum á keppnistímabilinu á Singapore Masters; en hann lauk leik T-20. Í fyrstu 7 mótum sínum náði hann aðeins niðurskurði 1 sinnum. Öll þessi mót fóru fram utan Evrópu.
Málið snerist snarlega við þegar farið var að spila aftur í Evrópu. Kaymer varð þannig T-15 á Madeira Island Open, sem var fyrsta mót keppnistímabilsins í Evrópu. Í næstu viku varð hann T-3 á Opna portúgalska. Hann komst í gegnum niðurskurð næstu 7 skiptin á tímabilinu frá 23. mars-1. júní. Versti árangur hans á því tímabili var T-35 árangur en hann varð 5 sinnum meðal efstu 25.
Á tímabilinu 7. júní-9. september spilaði Kaymer í 9 mótum og náði aðeins niðurskurði 2 sinnum. Í þeim mótum sem hann komst í gegnum niðurskurð gekk honum vel. Hann varð þannig T-7 í Opna franska. 7 vikum síðar varð hann T-2 á Scandinavian Masters.
Kaymer spilaði í 6 af 8 síðustu mótum keppnistímabilsins. Hann komst í gegnum niðurskurð í öllum þeim mótum. Þann 18. október 2007 var Kaymer á skori upp á 11 undir pari, 61 höggi á Portugal Masters. Þessi hringur er lægsti hringur Kaymer á 2007 keppnistímbilinu. Þetta var líka nýtt vallarmet í Oceânico Victoria Clube de Golfe. Hann lauk keppni í mótinu T-7. Tveimur vikum síðar á lokamóti keppnistímabilsins, Volvo Masters, varð hann í 6. sæti. Á Volvo Masters voru gríðarsterki keppnedur. Kaymer vann sér inn €140,000 fyrir 6. sætið, sem var hæsti launatékki Kaymer til þessa.
Alls vann Kaymer sér inn €754,691 á 2007 keppnistímabilinu og var langefstur af nýliðunum á peningalista Evrópumótaraðarinnar og í 41. sæti yfir heildina. Þetta varð til þess að hann vann Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin. Hann var fyrsti Þjóðverjinn til þess að vinna þessi verðlaun.
Kaymer var með 5 topp-10 árangra á 1. keppnistímabili sínu. Vegna þessarar frammistöðu sinnar komst hann á topp-100 heimslistans í fyrsta sinn. Í nóveember fór hann á Topp-75 og fór þar með fram úr Bernhard Langer sem hæst rankaði þýski kylfingurinn.
Þann 2. nóvember, skrifaði Kaymer undir samning við Sportyard umboðsskrifstofuna, sem er með höfuðstöðvar í Svíþjóð.
Kaymer var fulltrúi Þjóðverja í Omega Mission Hills World Cup, árið 2007 ásamt 4-földum sigurvegara á Evrópumótaröðinni Alex Čejka. Þeir urðu T-6.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
