Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 11:30

LET Access: Valdís Þóra lauk leik í 31. sæti í Kristianstad

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær á Kristianstad Åhus Ladies PGA Open á LET Access mótaröðinni lék lokahringinn í mótinu í dag.

Sá hringur var sá langbesti hjá Valdísi Þóru en hún var á sléttu pari, 72 höggum á hring þar sem hún fékk 3 fugla og 3 skolla.

Samtals lék Valdís Þóra á 10 yfir pari, 226 höggum (75 79 72).

Efstu stúlkurnar eiga enn eftir að ljúka leik en sem stendur lítur út að efsta sætið falli í skaut heimakonunnar Isabellu Ramsay eða þýska LET kylfingsins Steffi Kirchmayr (sjá kynningu Golf 1 á Kirchmayr með því að SMELLA HÉR:  )

Til þess að sjá lokastöðuna á Kristianstad Åhus Ladies PGA Open SMELLIÐ HÉR: