Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 7. sæti e. 2. dag NCAA Eugene Regionals

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í NCAA Eugene Regionals.

Mótið fer fram í Eugene Country Club í Eugene, Oregon og stendur dagana 15.-17. maí 2014.

Þátttakendur eru 75 frá 22 háskólum (en 7 keppendur keppa sem einstaklingar frá sitthverjum háskólanum).

Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst í 67. sæti í einstaklingskeppninni er búinn að spila á samtals 17 yfir pari, 157 höggum (79 78).

Guðmundur Ágúst er á 4. besta skori ETSU, sem er í 7. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á NCAA Eugene Regionals eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: