Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 19:35

LET Access: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð í Kristianstad!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en tekur þátt í Kristianstad Åhus Ladies PGA Open, móti á LET Access,  komst í gegnum niðurskurð  í dag!!!

Glæsilegt hjá Valdísi Þóru!!!

Mótið stendur dagana 15.-17. maí 2014.  Leikið er á Åhus Östra golfvellinum í Kristianstad golfklúbbnum.

Valdís Þóra lék á samtals 10 undir pari, 154 höggum (75 79).

Mótið er gríðarlega sterkt en margir keppenda hafa leikið á LET, t.a.m. hin brasiliska Victoria Lovelady (Sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:) og  Caroline Rominger  frá Sviss sem eru tvær þeirra, sem ekki komust í gegnum niðurskurð.

Efstar eru þær Isabella Ramsay frá Svíþjóð og hin danska Nanna Koertstz Madsen á samtals 1 undir pari, 143 höggum, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Kristianstad Åhus Ladies PGA Open SMELLIÐ HÉR: