Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 18:30

NÝTT!!! Golfhjól – Myndskeið

Að hjóla hefir notið sívaxandi vinsælda hér undanfarin ár – Af hverju ekki að sameina það að hjóla og vera í golfi?

Hugmyndin er eiginlega stórsnjöll – það er hægt að koma sér í form með því að hjóla milli teiga og vera um leið í uppáhaldsiðjunni … að spila golf.

Þetta bætir leikhraða til muna, sem alltaf er verið að stefna að.

Nú hefir fyrirtæki nokkurt hafið framleiðslu á sérstökum „golfhjólum“  (ens. golf bikes) og má komast á vef fyrirtækisins með því að SMELLA HÉR: 

Einn golfvöllur The Kierland golfklúbburinn í Westin Kierland Resort and Spa í Scottsdale, Arizona hefir þegar tekið slík hjól í notkun.

Hér má sjá myndskeið af nýju golfhjólunum SMELLIÐ HÉR: